Uppboð á eigninni sjálfri en ekki fyrir utan eignina.

Uppboðhaldari ætlaði að hala uppboðið fyrir utan íbúðina, en bjóðendur fóru fram á að fá að sjá íbúðina áður en þeir byðu í hana og er það alveg réttmæt krafa að mínu mati. Ég fékk á tilfinninguna að uppboðshaldari teldi það ekki nauðsinnilegt, þar sem búið væri að ákveða útkomu uppboðsins og ekki þyrfti að halda uppboðið á eigninni sjálfri, eins og lög gera þó ráð fyrir.

Hvað næst, munu uppboðin í framtíðinni verða haldin í einkaboðum heima hjá uppboðhaldara og einungis boðsgestir fá að bjóða í eignina. Ég bara spyr.

Hvernig er hægt að ætlast til að ég geti boðið í eign, ef ég fæ ekki að skoða hana fyrst.


mbl.is Trufluðu nauðungaruppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Dreifið þessum linkum út um allt;


http://multitrack.powweb.com/hlv_dreifimidinn.pdf


http://multitrack.powweb.com/hlv_plakatid.pdf

sandkassi (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 21:19

2 identicon

Bíddu, ef þú ert að bjóða í eign á uppboði, þá er það eins og að kaupa bíl eða reiðhjóla á uppboði hjá Lögreglunni. Þú kaupir vöruna í því ástandi sem hún er.  Þú ert þarna væntanlega til að græða á eymd annara. Blöndum ekki saman ólíkum hlutum hér. Er uppboðið réttlætanlegt hér, er það ekki spurningin.

ES ef þig vantar íbúð´, þá eru nokkrar til sölu á mbl.is. á markaðsverði, ef þú ætlar hins vegar að græða á þessari íbúð þau ertu jafn aumur og yfirvöld í þessu landi.

tek fram að ég er langt frá því að vera í vondum málum skulda 10mkr í ca 20 mkr eign í dag en mig svíður undan því óréttlæti sem ungafólkið býr við.

Einar Guðm. (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 21:29

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður Einar rétt hugsun

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 23:07

4 Smámynd: Sigurður Nikulás Einarsson

Kæra fólk, af hverju lesið þið bara það sem þið viljið heyra? En látið ógert að heyra sannleikann, en hann er sá að við vorum þarna en hvar voru þið?

Sigurður Nikulás Einarsson, 11.2.2010 kl. 02:18

5 Smámynd: Sigurður Nikulás Einarsson

Og kæri Einar Guðm. Þín orð segja meira um þig en mig, ég var ekki á þessu uppboði til að lækka verð eignarinnar, þvert á móti.

Sigurður Nikulás Einarsson, 11.2.2010 kl. 02:23

6 Smámynd: Andrés.si

Það vantar bara vídeó eftir, hvernig fram fara svona uppboð.

http://www.youtube.com/watch?v=2f7doUGfDX4

Andrés.si, 11.2.2010 kl. 12:25

7 identicon

Nafni, hversu mikið bauðst þú í eignina fyrst þú varst mættur þarna til að hækka verð eignarinnar????

Geri ráð fyrir að þú hafir verið þarna til þess þótt þú hafir bara sagt að þú hefði ekki verið þarna til að lækka verðið.

Og svo því til viðbótar, eignin var í útleigu og ekki hafði verið haft samband við leigjandann. Finnst þér þá allt í lagi að krefjast þess að þú fáir að ryðjast inn á heimili leigjandans að honum forspurðum, bara af því að þér þóknast að komast inn til að skoða???? Hvers á leigjandinn að gjalda???

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 17:07

8 identicon

Sæll Sigurður Nikulás,

Ég horfði á upptökuna sem Andrés  linkar á. (mjög fróðlegt)

Ég biðst afsökunar, ég ætlaði ekki að vera með persónulega árás á þig, ég held að við séum á sömu blaðsíðu hvað þessi uppboð varðar, þú varst þá þarna til að reyna hækka íbúðarlánasjóð eða bankann sem bauð til reyna lágmarka tjóna íbúðareigandans. Þar sem krafan hjá ils er hærri en þessar 15 millur sem boðnar voru lendir mismunurinn á  matsverði og sölunni á þeim sem átti íbúðina. Þetta er allt mjög sorglegt og við eigum eftir að sjá og heyra af mörgum sorglegum sögum á næstu mánuðum. Það verður að fara taka á þessu, það er ómögulegt að hafa fólk í gíslingu og fresta þessum uppboðum. Óvissan er verri en niðurstaðan hver sem hún verður. Þetta étur fólk innan frá. En eins og þú skrifar í blogginu er auðvelt að misskilja afstöðu þina til uppboðsins.

Einar Guðm. (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband