Uppboðhaldari ætlaði að hala uppboðið fyrir utan íbúðina, en bjóðendur fóru fram á að fá að sjá íbúðina áður en þeir byðu í hana og er það alveg réttmæt krafa að mínu mati. Ég fékk á tilfinninguna að uppboðshaldari teldi það ekki nauðsinnilegt, þar sem búið væri að ákveða útkomu uppboðsins og ekki þyrfti að halda uppboðið á eigninni sjálfri, eins og lög gera þó ráð fyrir.
Hvað næst, munu uppboðin í framtíðinni verða haldin í einkaboðum heima hjá uppboðhaldara og einungis boðsgestir fá að bjóða í eignina. Ég bara spyr.
Hvernig er hægt að ætlast til að ég geti boðið í eign, ef ég fæ ekki að skoða hana fyrst.
![]() |
Trufluðu nauðungaruppboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.2.2010 | 19:25 (breytt kl. 19:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)